Grindavík: Páll Valur efstur hjá Samfylkingunni
Páll Valur Björnsson varð efstur hjá Samfylkingu í Grindavík í forvali sem fram fór í gærkvöldi og var opið fyrir félagsmenn. Páll fékk 79% atkvæða.
Í öðru sæti varð Marta Sigurðardóttir með 71% atkvæða í 1.-2. sæti.
Í þriðja sæti varð Sigurður Kristmundsson með 60% atkvæða í 1.-3. sæti.
Í fjórða sæti varð Helga Kristjánsdóttir með 81% atkvæða í 1.-4. sæti.