Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 26. apríl 2000 kl. 14:46

Grindavík og Keflavík í úrslit deildarbikarsins

Riðlakeppninni er nú lokið í deildabikarkeppni karla í knattspyrnu. Grindavík vann B-riðil og hlutu13 stig og Keflavík vann F-riðil, einnig með 13 stig. Grindvíkingar og Keflvíkingar eru því komnir í úrslit, sem hefjast mánudaginn 1. maí. Keflavík mætir Stjörnunni í 16 liða úrslitum í Reykjaneshöll nk. mánudag kl 14:00 og Grindavík mætir Skallagrími á mánudag kl 16:00. Njarðvíkingum gekk ekki eins vel í keppninni og urðu neðstir í C-riðli með 1 stig, en þann riðil unnu KR-ingar sem hlutu 11 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024