Grindavík: Nýtt kirkjuorgel vígt
 Nýtt kirkjuorgel verður vígt á sunnudaginn í Grindavíkurkirkju í tilefni af 25 ára afmæli kirkjunnar.  Björgvin Tómasson, orgelsmiður á Stokkseyri, smíðaði orgelið en verkið hófst fyrir tæpum tveimur árum síðan.
Nýtt kirkjuorgel verður vígt á sunnudaginn í Grindavíkurkirkju í tilefni af 25 ára afmæli kirkjunnar.  Björgvin Tómasson, orgelsmiður á Stokkseyri, smíðaði orgelið en verkið hófst fyrir tæpum tveimur árum síðan. Orgelið er 25 radda og í því eru 1502 pípur. Gera þurfti breytingar á kirkjunni til að koma því fyrir þar sem það stendur fyrir miðri kirkju. Stækka þurfti orgelstúkuna og lyfta þakinu þar fyrir ofan.
Haldið verður upp á 25 ára afmæli Grindavíkurkirkju með hátíðarguðsþjónustu á sunnudaginn og hefst hún kl. 14. Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti predikar Eftir messu á meðan kirkjugestir njóta kaffiveitinga munu Hörður Áskelsson og Björn Steinar Sólbergsson organistar leika á nýja orgelið.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				