Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík með þriðja mesta kvótann
Fimmtudagur 3. september 2009 kl. 08:32

Grindavík með þriðja mesta kvótann


Nýtt fiskveiðiár hófst um nýliðin mánaðarmót með tilheyrandi kvótaúthlutun. Grindavík er í þriðja sæti yfir hæsta hlutfall úthlutaðs aflamarks bæjarfélaga, með um 26 þúsund þorskígildistonn sem er 9,85% af heildaraflanum. Vestmannaeyjar eru með um 11% og Reykjavík 14.
HB Grandi er langkvótahæsta útgerðin á Íslandi við upphaf nýs fiskveiðiárs með 25.033 þorskígildistonn eða 9,62% af heild. Næst á eftir kemur Brim með 17.402 þorskígildistonn eða 6,69% af heild. Í þriðja sæti er Þorbjörn hf. í Grindavík með 14.024 tonn. Vísir er með 11.333 tonn


Nánar er hægt að fræðast um kvótaúthlutunina á vef Fiskistofu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024