Grindavík: Lagt til að sund verði gjaldfrjálst
Íþrótta- og æskulýðsnefnd Grindavíkur ætlar að leggja það til við bæjarráð að frá og með 1. janúar 2009 verði veittur frír aðgangur að sundlauginni fyrir börn 16 ára og yngri.
„Sund er holl og góð hreyfing fyrir alla, svo ekki sé nú talað um fyrir börn. Þessi hópur er ekki sá sem heldur sundlauginni uppi fjárhagslega. Meiri líkur eru á að börnin togi foreldra sína með sér í sund og stundi holla og góða hreyfingu. Forvarnargildið er mikið og mun örugglega stuðla að betri nýtingu sundlaugarinnar,“ segir í rökstuðningi með tillögunni.
Mynd/Oddgeir Karlsson: Sundlaugin í Grindavík.