Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík: Kostnaðarlækkun fyrir barnafjölskyldur
Sunnudagur 16. desember 2007 kl. 11:01

Grindavík: Kostnaðarlækkun fyrir barnafjölskyldur

Bæjarstjórn Grindavíkur áréttar að engin hækkun verður á þjónustugjaldskrá bæjarins fyrir árið 2008, að því er fram kemur í bókun hennar á síðasta fundi þar sem þjónustugjaldskrá fyrir næsta ár var til umræðu.
Bæjarstjórn hefur semþykkt að frí vistun verði frá og með þriðja systkini á leikskóla auk fjögurra tíma gjaldfrjálsrar vistunar fyrir elsta árgang leikskóla. Þá hefur verið ákveðið að enginn æfingagjöld verði fyrir íþróttaiðkun barna á grunnskólaaldri innan deilda UMFG.
Þá hefur verið samþykkt  lækkun matarkostnaðar barna í grunnskóla og fría mjólk fyrir grunnskólabörn í hádeginu.
Fram kom á fundinum að fyrir margar barnafjölskyldur er hér um að ræða lækkun kostnaðar sem nemur á annað hundrað þúsund króna á ári.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024