Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík í 3. sæti á lista draumasveitarfélaga
Fimmtudagur 29. október 2015 kl. 13:54

Grindavík í 3. sæti á lista draumasveitarfélaga

- Vogar næstir sveitarfélaga á Suðurnesjum í 18. sæti

Grindavíkurbær er í þriðja sæti á lista yfir draumasveitarfélög á Íslandi, samkvæmt úttekt Vísbendingar á fjárhagslegum styrk sveitarfélaga. Kjarninn segir frá þessu. Seltjarnarnes er í fyrsta sæti þriðja árið í röð og Garðabær í öðru sæti. Vogar eru í 18. sæti á listanum, Garður í því 23., Sandgerði í 25. og Reykjanesbær í því 30. Þar eru jafnframt hæstar skuldir á hvern íbúa, eða 2,5 milljón.

Úttekt Vísbendingar er byggð á útreikningum úr ársreikningum sveitarfélaga sem Samband íslenskra sveitarfélaga tók saman.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024