Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík: Hvatt til betri umgengni  við gryfjuna
Fimmtudagur 16. júlí 2009 kl. 07:26

Grindavík: Hvatt til betri umgengni við gryfjuna

Garðyrkjustjóri Grindavíkurbæjar vill koma því á framfæri við bæjarbúa að standa saman um að ganga vel um gryfjuna, vestan Grindavíkurvegar, á leið út á Reykjanesvita, sem er eingöngu hugsuð fyrir garðaúrgang. Á heimasíðu Grindavíkurbæjar segir að nokkur misbrestur hafi verið á því þar sem að á dögunum var til að mynda nokkrum pokum af heimilissorpi hent í gryfjuna.


Gryfjan er aðallega hugsuð fyrir garðaúrgang eins og hey, torf, garðamold, fínan sand, tré, runna, afklippur o.fl. Gryfjan er vel merkt og þegar búið er að sturta lífrænum úrgangi úr plastpokum er fólk beðið um að fara með plastpokana í gám sem þarna er á svæðinu og sést á myndinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þeim sem þurfa að losa sig við annars konar úrgang, ss. járn, timbur, plast, pappír, heimilistæki, húsgögn, málningu o.þ.h. er bent á að fara með slíkt í Gámastöðina við Nesveg.

Af vef Grindavíkurbæjar