Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík: Hagnaður langt umfram áætlun
Þriðjudagur 23. maí 2006 kl. 11:55

Grindavík: Hagnaður langt umfram áætlun

Rekstrarniðurstaða Grindavíkurbæjar sýnir 50,8 milljónir króna í hagnað, þ.e. af samstæðunni en hagnaður A-hluta varð rétt tæpar 63 milljónir. Þessi niðurstaða er talsvert betri heldur en áætlanir gerðu ráð fyrir en þar var gert ráð fyrir 34 milljón kr. tapi af samstæðunni.

Ársreikningur Grindavíkurbæjar 2005 kom til síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku og kemur þetta fram í bókun sem meirihlutinn lagði fram við umræðuna.
Þar segir jafnframt að niðurstöður málaflokka séu að mestu í samræmi við fjárhagsáætlun en helstu frávik í rekstri séu þau að framlög jöfnunarsjóðs séu um 28 milljón krónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Breyting á lífeyrisskuldbindingu var 8,3 milljón krónum lægri en áætlun gerði ráð fyrir og fjármagnsliðir voru 31 milljón króna hagstæðari en áætlað hafði verið en það skýrist að mestu leyti af gegnishagnaði erlendra lána og hærri arðgreiðslum til bæjarins en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Heildareignir samstæðunnar eru 3.683 milljónir kr. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.733 milljónir kr.
?Veltufé frá rekstri telur196,8 milljónir kr. en áætlun hljóðaði upp á 140 milljónir. Veltufé sem hlutfall af rekstrartekjum er 19,5%. ?Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru 304,5 millj. kr. Árið 2005. Á árinu voru tekin ný lán að fjárhæð 240 milljónir kr. og afborganir lána voru 145,5 milljónir. Handbært fé lækkaði um 35,3 milljónir kr. á árinu og var í árslok 109 milljónir króna. ?
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024