Grindavík: Fyrsta skóflustunga að fjölnota íþróttahúsi
Fyrsta skóflustunga var tekin að nýju fjölnota íþróttahúsi í Grindavík í dag. Húsið mun standa bak við núverandi stúku við Grindavíkurvöll og standa vonir til þess að húsið muni efla enn frekar hið blómlega íþróttalíf sem nú þegar er til staðar í bænum.
Gunnlaugur Hreinsson, formaður UMFG, varð þess heiðurs aðnjótandi að taka fyrstu skóflustunguna eftir stutta tölu frá Ólafi Erni Ólafssyni, en að lokinni athöfninni var boðið upp á kaffiveitingar í félagshúsi UMFG.
VF-mynd/Þorsteinn Gunnar