Grindavík: Fjölmenni á nýja tjaldsvæðinu
Nýja tjaldsvæðið í Grindavík opnaði í gær og var stöðugur straumur af húsbílum, fellihýsum og tjaldvögnum. Framkvæmdir við svæðið voru alveg fram á síðustu stundu en miðað við samtöl við gesti á tjaldsvæðinu í morgun voru þeir mjög ánægðir með þá aðstöðu sem boðið er upp á. Tjaldsvæðið er sérhannað og mjög vandað til verka.
Aldurstakmark á tjaldsvæðinu fyrir þá sem ferðast einir er 18 ár.
Tjaldsvæði - gjaldskrá sumarsins 2009
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi gjaldskrá fyrir tjaldsvæðið í sumar:
Verð fyrir fullorðna kr. 750, ókeypis fyrir 14 ára og yngri,
Fjórða hver nótt ókeypis.
Kr. 500 fyrir félaga í félagi húsbílaeigenda.
Útilegukortið gildir á tjaldsvæðinu.
Hópar/ættarmót greiða eftir samkomulagi.
Rafmagn kr. 500, seyrulosun ókeypis.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi gjaldskrá fyrir tjaldsvæðið í sumar:
Verð fyrir fullorðna kr. 750, ókeypis fyrir 14 ára og yngri,
Fjórða hver nótt ókeypis.
Kr. 500 fyrir félaga í félagi húsbílaeigenda.
Útilegukortið gildir á tjaldsvæðinu.
Hópar/ættarmót greiða eftir samkomulagi.
Rafmagn kr. 500, seyrulosun ókeypis.
Sími umsjónarmanns á tjaldsvæði er 660 7323.