Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grindavík: Fiskimjölsverksmiðjan ekki endurbyggð
Fimmtudagur 6. desember 2007 kl. 17:07

Grindavík: Fiskimjölsverksmiðjan ekki endurbyggð

Síldarvinnslan hf. Hefur tilkynnt bæjaryfirvöldum í Grindavík að fiskimjölsverksmiðjan verði ekki endurbyggð. Verksmiðjan stórskemmdist í miklum bruna í febrúar 2005.

Á fundi bæjarráðs Grindavíkur í gær komu fram mikil vonbrigði yfir ákvörðun Síldarvinnslunnar um að endurbyggja ekki fiskimjölsverksmiðju sína í bænum.

Bæjarráð leggur áherslu á að nú þegar verði hafist handa við að hreinsa svæðið. Bæjaryfirvöld eru tilbúin til funda um frágang og ráðstöfun svæðisins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024