Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grindavík er líka á Mars
Fimmtudagur 25. júní 2009 kl. 11:01

Grindavík er líka á Mars

- og fleiri íslensk örnefni í sólkerfinu.

Bandarísku vísindasamtökin USGS ákváðu í nóvember 2006 að nefna 12 km gíg á reikistjörnunni Mars eftir Grindavík að því er fram kemur á Wikipedia vefnum og á heimasíðu USGS. Grindavík er því þekktara samfélag en margir halda og í þessu sambandi benti einn góður maður á að það væri hógværð að tala um nýja bæjarhliðið í Grindavík, miklu nær væri að tala um borgarhlið!

Vísindasamtökin USGS tilkynntu um nöfn á 31 gíg á Mars og virðast þau koma úr ýmsum áttum. Aðallega er um mannanöfn að ræða en gígarnir heita: Ada, Alamos, Beruri, Bopolu, Cefalù, Chupadero, Dulovo, Elorza, Grindavik, Hargraves, Hashir, Iazu, Jörn, Kontum, Lismore, Makhambet, Martin, Mazamba, Nakusp, Ohara, Pebas, Runanga, Sefadu, Shardi, Soffen, Taytay, Uzer, Woking, Xainza, Yalgoo og Zarand

Þegar betur er að gáð virðist líklegasta skýringin á nafngiftinni vera sú að Grindavík hefur sömu hnit og gígurinn á Mars. Yfirborð Mars einkennist af stórum gljúfrum og stórum eldfjöllum.

Sjá nánar á:

http://en.wikipedia.org/wiki/Grindavik_Crater

http://planetarynames.wr.usgs.gov/jsp/FeatureNameDetail.jsp?feature=74279


www.grindavik.is


Myndin er af Grindavíkurgígnum á Mars.

Fleiri íslensk örnefni í sólkerfinu má sjá hér!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024