Grindavík: Eðlilegt að félagsmálaráð meti stuðning við fjölskyldur langveikra
Eftir mikla orrahríð á síðasta bæjarstjórnarfundi í Grindavík, þar sem minnihlutinn lagði til að sett yrði á laggirnar þriggja manna nefnd til að meta á hvern hátt sveitarfélagið geti komið til móts við foreldra langveikra barna, varð framhald á málinu á síðasta fundi bæjarráðs í gær.
Meirihlutinn lagði þar fram bókun þar sem talin voru til þau úrræði sem bærinn hafði í þessum málum. Félagsmálaráð sinni þeim verkefnum er fram komu í tillögu B-lista í bæjarstjórn „og því eðlilegt að fela félagsmálaráði að skoða og meta hvernig sveitarfélagið getur enn frekar komið til móts við fjölskyldur langveikra barna.“
Bókunin er svohljóðandi:
Núverandi meirihluti D og S lista ákvað á síðasta ári að auka stuðning og þjónustu við fjölskyldur sem eiga við erfiðleika og langvarandi veikindi að stríða m.a. með endurskoðun félagsþjónustu Grindavíkurbæjar. Í framhaldi af því var ráðinn sálfræðingu í 100% stöðugildi, auglýst hefur verið eftir félagsráðgjafa en enn enginn fengist í starfið og skólaskrifstofa Grindavíkurbæjar hefur verið efld til muna.
Eftirfarandi þjónusta er í boði hjá félagsþjónustu Grindavíkurbæjar:
Heimilishjálp,
-Umsóknir um tímabundna heimilishjálp hafa hingað til verið lagðar fyrir félagsmálaráð sem tekur ákvörðun skv. mati.
Sálfræðiþjónusta við systkini og foreldri,
-Sálfræðingur skóla- og félagsþjónustu sinnir grunn- og leikskólum bæjarins varðandi greiningu og ráðgjöf. Hjá sérfræðiþjónustu skóla geta systkin átt aðgang að sálfræðingi.
-Tengsl við skólayfirvöld m.t.t. leikskólavistunar barnsins eða systkina í gegnum sérfræðiþjónustu skóla
Úrræði við heimakennslu,
- Heimakennsla/sjúkrakennsla tryggð með reglugerð um sérkennslu nr. 389/1996
Breyting á útsvari í samræmi við lækkun tekjuskattstofna sem skattstjóri veitir heimild af.
Á haustmánuðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 ákvað meirihluti D og S lista að stofna sjóð með Lions til styrkar einstaklingum og fjölskyldum sem verða fyrir alvarlegum áföllum.
Bæjarráð bendir á að aðstoð við foreldra langveikra barna sem er á hendi ríkisvaldins hefur samþykkt ný lög um breytingu á lögum nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna sem koma til framkvæmda 1. mars 2008. Sjá nánar frétt á heimasíðu Grindavíkurbæjar.
Undir þetta skrifar meirihluti D- og S-lista.
Smellið hér til að sjá frétt um það er málið fór fyrir bæjarstjórn
Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Meirihlutinn lagði þar fram bókun þar sem talin voru til þau úrræði sem bærinn hafði í þessum málum. Félagsmálaráð sinni þeim verkefnum er fram komu í tillögu B-lista í bæjarstjórn „og því eðlilegt að fela félagsmálaráði að skoða og meta hvernig sveitarfélagið getur enn frekar komið til móts við fjölskyldur langveikra barna.“
Bókunin er svohljóðandi:
Núverandi meirihluti D og S lista ákvað á síðasta ári að auka stuðning og þjónustu við fjölskyldur sem eiga við erfiðleika og langvarandi veikindi að stríða m.a. með endurskoðun félagsþjónustu Grindavíkurbæjar. Í framhaldi af því var ráðinn sálfræðingu í 100% stöðugildi, auglýst hefur verið eftir félagsráðgjafa en enn enginn fengist í starfið og skólaskrifstofa Grindavíkurbæjar hefur verið efld til muna.
Eftirfarandi þjónusta er í boði hjá félagsþjónustu Grindavíkurbæjar:
Heimilishjálp,
-Umsóknir um tímabundna heimilishjálp hafa hingað til verið lagðar fyrir félagsmálaráð sem tekur ákvörðun skv. mati.
Sálfræðiþjónusta við systkini og foreldri,
-Sálfræðingur skóla- og félagsþjónustu sinnir grunn- og leikskólum bæjarins varðandi greiningu og ráðgjöf. Hjá sérfræðiþjónustu skóla geta systkin átt aðgang að sálfræðingi.
-Tengsl við skólayfirvöld m.t.t. leikskólavistunar barnsins eða systkina í gegnum sérfræðiþjónustu skóla
Úrræði við heimakennslu,
- Heimakennsla/sjúkrakennsla tryggð með reglugerð um sérkennslu nr. 389/1996
Breyting á útsvari í samræmi við lækkun tekjuskattstofna sem skattstjóri veitir heimild af.
Á haustmánuðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 ákvað meirihluti D og S lista að stofna sjóð með Lions til styrkar einstaklingum og fjölskyldum sem verða fyrir alvarlegum áföllum.
Bæjarráð bendir á að aðstoð við foreldra langveikra barna sem er á hendi ríkisvaldins hefur samþykkt ný lög um breytingu á lögum nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna sem koma til framkvæmda 1. mars 2008. Sjá nánar frétt á heimasíðu Grindavíkurbæjar.
Undir þetta skrifar meirihluti D- og S-lista.
Smellið hér til að sjá frétt um það er málið fór fyrir bæjarstjórn
Loftmynd/Oddgeir Karlsson