Grindavík auglýsir eftir bæjarstjóra
Grindavíkurbær auglýsir starf bæjarstjóra í fjölmiðlum um helgina en Fannar Jónasson hefur sinnt starfinu frá ársbyrjun 2017.
Í auglýsingu kemur fram að leitað er eftir öflugum og framsýnum bæjarstjóra til starfa hjá ört vaxandi bæjarfélagi en íbúafjölgun í Grindvík hefur verið 20% undanfarin áratug. Sóknarfærin séu mörg og framundan sé áframhaldandi uppbygging á ýmsum sviðum. Æskilegt sé að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Fannar Jónasson, fráfarandi bæjarstjóri Grindavíkur var í Víkurfréttaviðtali í maí sl.