Grindavík appelsínugul í nýju hættumati
Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat í ljósi nýjustu gagna. Þar er meðal annars tekið tillit til þess að engin skjálftavirkni eða aflögun hefur mælst suður af Stóra-Skógfelli. Einnig er tekið tillit til þess að ekkert hraunflæði er til suðurs. Því er helsta breytingin frá síðasta hættumati sú að hættustig fyrir svæði 4 – Grindavík – hefur verið fært niður úr rauðu í appelsínugult.
Hættumatið gildir til kl. 15, mánudaginn 26. ágúst, að öllu óbreyttu.