Grindavík áfram lokuð óviðkomandi
„Vegna umræðu um aðgengi að Grindavík skal áréttað að Grindavík er lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fjölmiðlafólk hefur heimild til að fara inn í bæinn með sama hætti og íbúar og starfsmenn fyrirtækja.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grindavíkurbæ
Þá segir að tekið skal fram að sala á íbúðarhúsnæði til Fasteignafélagsins Þórkötlu eða flutningur á lögheimili hefur ekki áhrif á aðgengi að Grindavík. Þannig hafa Grindvíkingar áfram aðgengi að bænum þó þeir hafi selt fasteign sína og flutt lögheimili.