Grindavík á kafi í snjó - Suðurstrandarvegur lokaður
Snjóað hefur látlaust í Grindavík síðan í gærdag og er óhætt að segja að bærinn sé á kafi í snjó. Snjóruðningstæki hafa ekki undan og mokað hefur verið nánast í alla nótt. Alls eru 5-6 tæki í snjómokstri. Í forgangi eru aðalumferðargötur þannig að fært sé að Grindavíkurvegi, skólum, leikskólum, slökkviliðsstöð, heilbrigðisstofnun, niður að höfn, og ákveðinn öryggishring sem nýtist flestum bæjarbúum. Frá þessu er greint á vefsíðu Grindavíkurbæjar.
Að sögn Vegagerðarinnar verður Suðurstrandarvegur ekki ruddur í dag og því er vegurinn lokaður vegna snjóþyngsla. Veðurspáin lofar heldur ekki góðu og því gæti vegurinn verið lokaður næstu daga.
Grindavík.is