Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grímur Karlsson og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hljóta Súluna 2006
Fimmtudagur 9. nóvember 2006 kl. 16:07

Grímur Karlsson og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hljóta Súluna 2006

Reykjanesbær veitti í gær Menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2006.
Viðurkenningarnar eru tvær, handhafi annarrar er einstaklingur eða hópur sem unnið hefur vel að menningarmálum í bænum og handhafi hinnar er fyrirtæki sem þótt hefur sýna menningarlífi bæjarins góðan stuðning t.d. með fjárframlögum eða með öðru móti.  Það er Menningarráð sem velur verðlaunahafana eftir tilnefningum frá bæjarbúum.
Verðlaunin eru nú veitt í 10. sinn og er viðurkenningin er í formi grips sem listakonan Elísabet Ásberg hannaði og smíðaði og má þar sjá Súluna sem er í merki bæjarins.

Súluna hlaut Grímur Karlsson fyrir framlag til sögu sjávarútvegs með smíði bátalíkana, sem meðal annars prýða Bátasafn Gríms Karlssonar í Grófinni.

Þá hlaut Flugstöð Leifs Eiríkssonar Súluna fyrir velvild og fjárhagslegan stuðning við menningarstarfsemi í Reykjanesbæ.

Áður hafa hlotið Súluna:

1997  Birgir Guðnason (friðun gamalla húsa)
  Sigrún Hauksdóttir (aðstoð við myndlistarmenn)
  Ragnheiður Skúladóttir  (tónl.kennari og undirleikari)
 Keflavíkurverktakar (velvild og fjárhagslegur stuðningur)
1998  Guðleifur Sigurjónsson    (Byggðasafn og saga Keflavíkur)
Sparisjóðurinn (velvild og fárhagslegur stuðningur)
1999  Rúnar Júlíusson (efling tónlistar og kynning á bænum)
  Hitaveitan     ( velvild og fjárhagslegur stuðningur)
2000 Kjartan Már Kjartansson ( efling tónlistarlífs og alm. menningarmál)
  Kaupfélag Suðurnesja.   (velvild og fjárahagslegur)
2001  Karen Sturlaugsson ( efling tónlistarlífs í bænum)
  Ný-ung (kaup og uppsetning á útilistaverki)
2002  Upphafshópur Baðstofunnar (efling myndlistarlífs í bænum)
  Hótel Keflavík  (stuðningur við Ljósanótt)
2003  Karlakór Keflavíkur  (efling tónlistarlífs í áratugi)
  Íslandsbanki (velvild og fjárhagslegur stuðningur)
2004  Hjördís Árnadóttir (efling menningarlífs, leikfélag og myndlistarfélag)
  Geimsteinn  (velvild og stuðningur við unga tónlistarmenn)
2005  Faxi (ómetanleg heimild um sögu og menningu í Reykjanesbæ)
  Nesprýði  (velvild og fjárhagslegur stuðningur)
2006 Grímur Karlsson ( framlag til sögu sjávarútvegs með smíði bátalíkana)
  Flugstöð Leifs Eiríkssonar (velvild og fjárhagslegur stuðningur)
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024