Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grimmdin getur farið út fyrir öll mörk - segir Ásmundur eftir prófkjörsbaráttu
Sunnudagur 11. september 2016 kl. 10:03

Grimmdin getur farið út fyrir öll mörk - segir Ásmundur eftir prófkjörsbaráttu

- Eyjamenn stóðu saman á meðan forystuatkvæði tvístruðust á Reykjanesi, segir Árni Sigfússon

„Prófkjör hafa góða kosti sem jafnframt eru stóru gallarnir. Það er aðeins einn sem getur sigrað og fáir komist í örugg sæti á listum. Þeir sem eftir sitja sleikja sárin. Grimmdin getur farið út fyrir öll mörk og vinabönd eru slitin en vonandi gróa þau með tímanum,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður á Facebook-síðu sinni í morgun eftir að úrslit voru ljós í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.

Ásmundur óskar Páli Magnússyni til hamingu en í fyrradag gagnrýndi hann vinnubrögð stuðningsmanna Páls í prófjörinu. Í Facebook færslunni segir Ásmundur ennfremur:

Pólitík er er spurning um stöðu og áhrif þar sem enginn á neitt. Eðlilega verða skiptar skoðanir um niðurstöðuna en í enda dagsins verður mikilvægast fyrir Suðurkjördæmi að leggja fram þann lista sem er sigurstranglegastur í kosningunum í haust. Lista sem endurspeglar kjördæmið til að fá sem viðtækasta sátt og baráttuhug fyrir allt kjördæmið svo við vinnum saman að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 29. október nk.
Þar ganga hagsmunir flokksins fyrir.

Árni Sigfússon fyrrverandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir á Facebook síðu sinni niðurstöðuna óverðskuldaða fyrir Ragnheiði Elínu Árnadóttur því hún hafi staðið sig vel sem ráðherra. Páll hafi náð gríðarlega sterkri kosningu, langt út fyrir Vestmannaeyjar sem voru rétt með um fjórðung þátttökunnar. En segir svo:

En þegar forystuatkvæðin tvístruðust á Reykjanesinu, stóðu Eyjamenn saman. Allt hefur þetta áður gerst í prófkjörum, þessari lýðræðislegu leið sem við sjálfstæðismenn dýrkum. Páll er að mínu mati mjög hæfur maður og verður vonandi sterkur pólitískur leiðtogi. Hann er klár, málefnalegur og fylginn sér. Sem nýs foringja Suðurkjördæmis býður hans að ná að þétta raðirnar aftur eftir prófkjörssárin og takast á við kynjavanda sem prófkjörið skilur augljóslega eftir aftur..og aftur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson og Axel Jónsson hlusta á Pál Magnússon á sameiginlegum fundi sjálfstæðismanna á Nesvöllum fyrir prófkjörið.