Grillveisla hjá vinnuskóla Grindavíkur
Vinnuskóli Grindavíkur hélt mikla grillveislu fyrir starfsmenn sína á dögunum. Þorlákur Karlsson vinnuskólastjóri hefur umsjón með 80 krökkum á aldrinum 14 til 16 ára og 6 flokkstjórum sem fara um bæinn og taka til hendinni.
Bærinn hefur tekið stakkaskiptum, gróður og götur hreinsaðar og ýmislegt lagað og bætt. Þorlákur vildi koma á framfæri nú þegar búið er að leggja alla þessa vinnu í umhverfið að brýna fyrir foreldrum að sjá til þess að skemmdir séu ekki unnar á gróðri og útivistarsvæðum bæjaranns en aðeins hefur borið á því.