Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grillveisla hjá Ungum Sjálfstæðismönnum
Föstudagur 25. apríl 2003 kl. 10:11

Grillveisla hjá Ungum Sjálfstæðismönnum

Ungir Sjálfstæðismenn buðu Suðurnesjamönnum í grillveislu fyrir utan skrifstofu sína á Hafnargötu í góðviðrinu í gær, sumardaginn fyrsta. Heimismenn grilluðu pylsur og gáfu gos ásamt því að yngri kynslóðin fékk blöðrur merktar X-D. Margt var um manninn enda grillmeistarar Sjálfstæðisflokksins sem sáu um að grilla ofan í fólkið og hafa þeir eflaust grillað á annað hundruð pylsur.
Auðvitað var létu efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sjá sig og var pólitík ofarlega í hugum manna enda Alþingiskosningar á næsta leyti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024