Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 9. maí 2002 kl. 23:10

Gríðarlegur kjaramunur á Vinnuskólum Reykjanesbæjar og Reykjavíkurborgar

Það er greinilegt að unglingar í Reykjanesbæ sem starfa í Vinnuskóla á vegum bæjarins hafa það fjárhagslega mun betur en jafnaldrar sínir sem starfa hjá Vinnuskóla Reykjavíkurborgar. Um er að ræða unglinga á aldrinum 14-16 ára. En starf vinnuskóla eða "bæjarvinna" eins og hún er oftast kölluð felst í hreinsun lóða, gróðursetningu og umhirðu opinna svæða.Kjaramunur unglingana í Reykjanesbæ og Reykjavíkurborgar er greinilegur eins og sjá má á meðfylgjandi tölum sem blaðamaður Víkurfrétta tók til:


Vinnuskóli Reykjanesbæjar

10. bekkur 441 kr. á tíma
9. bekkur 368 kr. á tíma
8. bekkur 319 kr. á tíma



Vinnuskóli Reykjavíkurborgar

10. bekkur 373 kr. á tíma
9. bekkur 281 kr. á tíma
8. bekkur 249 kr. á tíma




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024