Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Gríðarlegur árangur í læsi með hjálp smáforrits
    Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur.
  • Gríðarlegur árangur í læsi með hjálp smáforrits
    Nemendur Myllubakkaskóla prófa Froskaleikinn.
Fimmtudagur 23. október 2014 kl. 16:00

Gríðarlegur árangur í læsi með hjálp smáforrits

Mikill árangur mældist í Háaleitisskóla.

„Við stóðum fyrir átaki á vegum fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar fyrir tveimur árum. Mér tókst að mæla þennan árangur í Háaleitisskóla og fyrsti árgangurinn sem prufukeyrði efnið og aðferðafræðina „Lærum og leikum með hljóðin“ náði gríðarlegum árangri,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, en undanfarið hafa nokkrir skólar í Reykjanesbæ verið að forprófa smáforritið Froskaleikina, til undirbúnings læsi, sem Bryndís gefur út fljótlega í nóvember. Um er að ræða leiki þar sem saga er af froskinum Hoppa sem missir málið eftir að galdrakarl leggur á hann álög. Börn þurfa að leysa ýmsar þrautir með málhljóð og lestrarfærni til að komast í galdrakastalann þar sem þau útbúa töfraseyði sem hjálpar Hoppa að fá málið aftur.

 „Fyrir skömmu lét ég mæla og meta allar tölurnar, þannig að þetta var ekki bara sýnilegt og heyranlegt, heldur er árangurinn marktækur. Það er mjög ánægjulegt. Þegar hægt er að staðfesta árangur með tölfræði að munurinn er marktækur, er efnið að skila árangri. Bryndís segir forritið undirbúa börnin enn betur undir læsi, bæði á leikskóla- og grunnskólastigi.
„Á Íslandi hafa talmeinafræðingar þurft að byggja upp mikið frumkvöðlastarf því engin mælitæki eða próf hafa verið til að meta hvað er að hjá börnum og fullorðnum. Einnig lítið verið til af þjálfunarefni. Það var kominn tími til að okkar rödd heyrðist til að hjálpa til við læsi en á sama tíma erum við að hjálpa börnum að ná betri framburði. Forritið er dýrt fyrir einstaklinga en aðstoð úr skólasamfélagi, sem hefur fangað efnið eins og hér, er afar dýrmæt í allri framþróun með slík verkefni,“ segir Bryndís. Nánar verður fjallað um þetta í Sjónvarpsþætti Víkurfrétta sem frumsýndur er í kvöld á ÍNN og á vf.is.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024