Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gríðarlega stórt hveraop hefur myndast við Gunnuhver - Nýjar loftmyndir
Föstudagur 20. júní 2008 kl. 10:10

Gríðarlega stórt hveraop hefur myndast við Gunnuhver - Nýjar loftmyndir


Gríðarlega stór leir- og gufuhver hefur myndast í námunda við Gunnuhver.
Hverinn gýs miklum leirslettum og hefur hlaðið stóra barma umhverfis skál hversins.
Jörð titrar og drunur heyrast við sprengingarnar.

Tekið skal fram að vegurinn að Gunnuhver er nú lokaður vegna stöðugra breytinga á svæðinu, og er beinlínis hættulegt að ferðast fótgangandi um svæðið.
Ferðamönnum um svæðið er bent á að gæta fyllstu varúðar og taka mið af vindáttum.

Á ljósmyndavef Víkurfrétta eru nýjar loftmyndir af hvernum sem Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta tók í gærkvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Er þetta ásjóna Gunnu sjálfrar þarna í reyknum?

VF-mynd: elg