Gríðarleg gassprenging í húsbíl
Mikil gassprenging átti sér stað í húsbíl fyrir utan Nesvelli nú laust fyrir hádegi. Sprengingin var kraftmikil og að sögn viðstaddra fylgdi henni hár hvellur. Það má teljast mikil mildi að enginn slasaðist við sprenginguna en glerbrot frá rúðunum í bílnum þeyttust í allar áttir og mátti sjá glerbrot í um 20 metra fjarlægð frá bílnum. Gasleki er talinn hafa orsakað slysið. Allar rúður bílsins eyðilögðust og hurðar bólgnuðu út, svo öflug varsprengingin.
Eins og sjá má þeyttust glerbrotin ansi langt
VF-Myndir: [email protected]