Grétar Mar úr brúnni hjá FFSÍ
Árni Bjarnason, skipstjóri á Akureyri, er nýr forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Kosið var á þingi sambandsins í dag þar sem Árni hlaut 21 atkvæði en Grétar Mar fráfarandi forseti hlaut 15 atkvæði."Ég ætla að vinna að því að bæta samskipti okkar við útgerðarmenn. Ég tel okkur eiga það margt sameiginlegt," segir nýkjörinn forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins.
Frá þessu er greint á Vísi.is
Árni segir að afstaða sambandsins til fiskiveiðistjórnunarkerfisins hafi á síðustu árum engu skilað til sjómanna. Þeir eigi að vinna samkvæmt þeim lögum sem eru í gildi í landinu hverju sinni.
Frá þessu er greint á Vísi.is
Árni segir að afstaða sambandsins til fiskiveiðistjórnunarkerfisins hafi á síðustu árum engu skilað til sjómanna. Þeir eigi að vinna samkvæmt þeim lögum sem eru í gildi í landinu hverju sinni.