Grétar Mar þingflokksformaður Frjálslyndra
Grétar Mar Jónsson alþingismaður, var í dag kosinn formaður þingflokks Frjálslynda flokksins í stað Jóns Magnússonar sem sagði sig úr flokknum í fyrradag. Frá þessu er greint í frétt á mbl.is.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, var kjörinn varaformaður þingflokksins.
Þrír þingmenn eru í þingflokki Frjálslynda flokksins. Kristinn H. Gunnarsson var formaður þingflokksins frá 2007 til 2008 og Jón Magnússon tók við formennsku sl. haust. Er Grétar Mar því þriðji þingflokksmaðurinn á kjörtímabilinu.