Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grétar Mar sækist eftir sveitarstjórastól á Hólmavík
Mánudagur 5. júlí 2010 kl. 17:51

Grétar Mar sækist eftir sveitarstjórastól á Hólmavík

Alls sóttu fjörutíu um starf sveitarstjóra í Strandabyggð, en umsóknarfrestur rann út í gær. Umsækjendur koma úr ólíkum áttum, en í hópnum eru 9 konur og 31 karl. Hagvangur sér um að vinna úr umsóknum ásamt Strandabyggð.

Meðal umsækjenda eru Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi alþingismaður en samtals eru fjórir umsækjendur um sveitastjórastarfið frá Suðurnesjum, tveir úr Reykjanesbæ, einn úr Vogum og einn frá Sandgerði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fram kemur á vef Strandabyggðar, þar sem höfuðstaðurinn er Hólmavík, að sveitarstjórnin sé ákaflega hamingjusöm yfir þessum fjölda umsækjenda og einnig yfir vel heppnuðum Hamingjudögum sem fram fóru nýliðna helgi.

Þeir Suðurnesjamenn sem sóttu um starfið eru:
Grétar Mar Jónsson, skipstjóri, Sandgerði
Halldór Þór Wíum Kristinsson, iðnrekstrarfræðingur, Reykjanesbæ
Jakob Ingi Jakobsson, lögfræðingur, Vogum
Rúnar Fossádal Árnason, ráðgjafi, Reykjanesbæ

Rúnar F. Árnason er einnig á meðal umsækjenda um starf bæjarstjóra í Vesturbyggð og sveitarstjóra í Rangárþingi ytra.