Grétar eins og nýr maður
Grétar Einarsson fékk hjartaáfall í knattspyrnuleik í vetur en var heppinn því honum var bjargað með snarræði slökkviliðsmanna á staðnum.
„Læknirinn sagði mér eftir aðgerðina að ég væri eins og nýr maður, ekki hjartasjúklingur. Ég er sammála honum,“ sagði Garðmaðurinn og fiskverkandinn Grétar Einarsson, sem er kannski þekktastur sem knattspyrnumaður.
Hann hné niður í knattspyrnuleik í Grindavík 30. desember í vetur eftir að hjartað í honum gaf sig en slökkviliðsmenn í sama knattspyrnumóti pumpuðu „nýju“ lífi í kappann.
- sjá nánar í Víkurfréttum í dag.