Greinileg strókavirkni í gosinu
Áfram er greinileg strókavirkni sem sést syðst á sprungunni, þar sem hraun flæðir upp nálægt Sundhnúk. Virkni hefur verið nokkuð stöðug frá í gærköldi. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Í gær virtist sem hrauntunga sem rann til vesturs hafi stoppað í um 180m fjarlægð frá Njarðvíkuræðinni. Einnig var mjög lítil hreyfing á hrauntungu sem stefndi í suðurátt eftir varnargarði í átt að Suðurstrandarvegi. 
Lítil skjálftavirkni hefur mælst á svæðinu í nótt.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				