Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Greina framtíðarmöguleika Kvikunnar í tengslum við Fisktækniskólann
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 2. desember 2021 kl. 06:56

Greina framtíðarmöguleika Kvikunnar í tengslum við Fisktækniskólann

Bæjarráð Grindavíkur hefur falið bæjarstjóra að koma af stað vinnu við að greina framtíðarmöguleika Kvikunnar til að styðja enn frekar við rekstur Fisktækniskólans og aðra starfsemi sem tengist nýsköpun og menningu.

Málið var tekið upp á síðasta fundi bæjarráðs þar sem lagður var fram til kynningar samningur milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Fisktækniskóla Íslands sem undirritaður var 19. nóvember síðastliðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024