Greiðslufall verður hjá Reykjaneshöfn
– Bæjarráð hafnaði beiðni Reykjaneshafnar um fjármögnun
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur hafnað beiðni Reykjaneshafnar um fjármögnun. Því er ljóst að til greiðslufalls á skuldbindingum Reykjaneshafnar mun koma að óbreyttu þann 15. október næstkomandi.
Í tilkynningu Reykjaneshafnar til Kauphallarinnar, dags. 2. október sl., þar sem kom fram að vegna dráttar á samningsbundnum greiðslum til Reykjaneshafnar hefur höfnin óskað eftir fjármögnun frá Reykjanesbæ til að geta staðið við greiðslur skuldbindinga, sem eru á gjalddaga þann 15. október næstkomandi.
Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs í dag 8. október 2015 var framangreindri beiðni um fjármögnun hafnað. Því er ljóst að til greiðslufalls á skuldbindingum Reykjaneshafnar mun koma að óbreyttu þann 15. október næstkomandi.
Hafnarstjórn Reykjaneshafnar hefur ákveðið að óska eftir greiðslufresti og kyrrstöðutímabili frá kröfuhöfum til 30. nóvember nk. Jafnframt er boðað til kröfuhafafundar þann 14. október nk.