Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Greiðslu Thorsil seinkað í sjöunda sinn
Miðvikudagur 3. ágúst 2016 kl. 17:54

Greiðslu Thorsil seinkað í sjöunda sinn

Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti á dögunum að fresta í sjöunda sinn gjalddaga fyrstu greiðslu Thorsil ehf. á gatnagerðargjöldum í Helguvík. Greiðslan nemur 140 milljónum króna og var á gjalddaga í lok júlí. Frá þessu er greint á DV.is. Fyrirtækið hyggst byggja og reka kísilmálmverksmiðju í Helguvík á lóð sem úthlutað var í apríl 2014. Upphaflega átti að ganga frá greiðslunni í desember sama ár en frestur hefur verið framlengdur til 30. september.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024