Greiðir rúmar 3 milljónir vegna björgunar Hólmsteins
Bæjarráð Garðs samþykkti á fundi sínum í gær að greiða tvo reikninga vegna björgunar og flutnings HólmsteinsGK frá Sandgerði að Byggðarsafninu á Garðskaga, að upphæð alls kr. 3.148.600.- Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra og lögmanni bæjarins að hafa samband við tryggingarfélag bátsins, sem sigldi á Hólmstein til að ganga frá bótum vegna málsins.
Hólmsteinn GK er safngripur sem Garður fékk að gjöf í fyrrasumar frá Nesfiski. Með bátnum verður sögu vélbátaútgerðar í Garði minnst. Báturinn kom til Garðs frá Hafnarfirði árið 1958 en hann er smíðaður á Íslandi og er í sinni upprunalegu mynd.