Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Greiðir leigu af Stapanum þrátt fyrir framkvæmdastopp
Mánudagur 14. september 2009 kl. 14:27

Greiðir leigu af Stapanum þrátt fyrir framkvæmdastopp

Þrátt fyrir að engin starfsemi hafi verið í Félagsheimilinu Stapa í nokkra mánuði þarf Reykjanesbær eftir sem áður að greiða Fasteign hf leigu af húsnæðinu.

Þetta kemur fram í formlegu svari meirihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar við fyrirspurn Ólafs Thordersen.

Sem kunnugt er stöðvuðust framkvæmdir við Hjómahöllina vegna fjárskorts eftir efnahagshrunið síðastliðið haust. Reykjanesbær hafði selt Stapann inn í Fasteign og leigir hana aftur af félaginu, eins og gert hefur verið með flestar fasteignir bæjarfélagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í svari meirihlutans kemur fram að Reykjanesbær greiði leigu af húsnæði Stapans en ekki af þeim hluta sem er í byggingu eða öðrum framkvæmdum í tengslum við Hljómahöllina. Til hafi staðið að húsnæði Stapans yrði afhent bæjaryfirvöldum í september 2009 en ljóst sé að töf verði á því. Þá segir ennfremur í svarinu að Reykjanesbær muni eiga viðræður við Fasteign hf um það með hvaða hætti leigugreiðslum verði háttað fyrir þann tíma sem afhending hússins dregst umfram þær áætlanir sem áður lágu fyrir.