Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Greiðar 18,5 milljónir í viðhald fasteigna EFF í Vogum
Mánudagur 2. júlí 2012 kl. 14:22

Greiðar 18,5 milljónir í viðhald fasteigna EFF í Vogum

Samkomulag í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu á Eignarhaldsfélaginu Fasteign var tekið fyrir í bæjarráði Voga á dögunum. Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag og tillögu um greiðslu 18,5 milljónum króna vegna viðhaldsmála fasteigna í Vogum. Samkomulagið samþykkt með tveimur atkvæðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Inga Sigrún Atladóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:

„Samkvæmt samkomulaginu sem nú liggur fyrir á leigutaki að yfirtaka alla viðhalds- og endurbótaskyldu og á sú yfirtaka að miða við núverandi ástand eigna. Ég tel að rétt hefði verið að halda áfram viðræðum við fasteign um viðhaldsmálin á þeim forsendum sem minnisblað lögfræðings sveitarfélagsins frá 30. apríl 2012 gerði ráð fyrir. Ennfremur tel ég rétt að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að skoða betur þann möguleika sem lögfræðingur EFF nefndi á hluthafafundi þann 8. maí 2012 að sveitarfélagið og EFF geti fengið óháðan matsmann til meta áfallið viðhald á eignum sveitarfélagsins.“