Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Greiða upp lán og lækka skuldahlutfallið
Föstudagur 3. september 2010 kl. 08:27

Greiða upp lán og lækka skuldahlutfallið


Bæjaryfirvöld í Vogum hyggjast greiða upp lán og skuldbindingar til að lækka hátt skuldahlutfall. Vogar var eitt þeirra tólf sveitarfélaga sem fékk aðvörun frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga en skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins nema 323 prósentum af heildartekjum.
Bæjarráð Voga kom saman í gær þar sem fjallað var m.a. um fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun sveitarfélagsins og bréf eftirlitsnefndarinnar. Í fundargerð segir að tekjur sveitarfélagsins hafi numið 571 milljón króna á árinu 2009 en skuldir og skuldbindingar, þar með taldar leiguskuldbindingar til næstu 30 ára og lífeyrissjóðsskuldbindingar til margra áratuga, nemi rúmum 2,1 milljarði. Hlutfall skulda sé  þar með 375%
„Ef litið er á efnahagsreikning sveitarfélagsins má einnig sjá að peningalegar eignir þess (handbært fé) eru 1.392 milljónir króna. Sveitarfélagið gæti því, ef uppgreiðsluheimild er á skuldum og skuldbindingum, lækkað þær niður í 750 milljónir króna og skuldað þar með um 130% af árstekjum sínum sem er vel innan þeirra marka sem eftirlitsnefndin miðar við,“ segir í fundargerð bæjarráðs

Bæjarráð fól bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að leita heimilda til uppgreiðslu lána og skuldbindinga í samræmi við samþykkt frá 49. fundi bæjarstjórnar.

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024