Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Greiða ekki leigu af Stapanum í framkvæmdastoppi
Föstudagur 18. september 2009 kl. 00:38

Greiða ekki leigu af Stapanum í framkvæmdastoppi


Engin leigugreiðsla er fyrir Stapann í framkvæmdastoppi segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Því er hins vegar haldið fram í fyrirsögn á frétt í Víkurfréttum sem komu út í gær, fimmtudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Reykjanesbær fór fram á gagngerðar breytingar á Stapanum, sem Fasteign annaðist. Það er því ekkert óeðlilegt að Reykjanesbær greiði leigu á þeim tíma. En við greiðum ekki leigu fyrir tafir sem verða á verkinu. Verkinu átti að skila í
september en vegna tafa lýkur því um áramót.

Í bæjarstjórn var tilkynnt að engin leiga yrði greidd í framkvæmdastoppinu, öfugt við það sem fyrirsögnin segir,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í samtali við Víkurfréttir.

Beðist er velvirðingar á rangfærslunni í fyrirsögninni í Víkurfréttum í gær.