Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Greiða 30.000 króna sekt fyrir sófakast í Krísuvík
Í fyrstu þótti sófakösturum það fyndið að henda húsgögnum fram af Krísuvíkurbjargi en sáu svo eftir athæfinu.
Miðvikudagur 3. febrúar 2016 kl. 11:13

Greiða 30.000 króna sekt fyrir sófakast í Krísuvík

Karlarnir tveir sem hentu sófa og tveimur stólum fram af Krísuvíkurbjargi í október síðastliðnum þurfa að greiða 30.000 krónur hvor í sekt. Frá þessu er sagt á Vísi. Þeim verður þó ekki gert að sækja sófana þar sem það er umfangsmikið og hættulegt verk.
 
Áhugaljósmyndari sá karlana tvo við Krísuvíkurbjarg og festi sófakastið á mynd. Í viðtali við Bylgjuna næsta dag sögðust þeir í fyrstu hafa talið þetta fyndið en að eftir á hafi þeir séð eftir athæfinu.
 
Brotið var framið í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu en á Vísi kemur fram að Lögreglan á Suðurnesjum hafi óskað eftir því að sjá um að ljúka málinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024