Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Green Globe í Grindavík
Þriðjudagur 12. apríl 2005 kl. 14:06

Green Globe í Grindavík

Eitt þekktasta umhverfismerkið í dag, Green Globe, stóð fyrir fræðslu á vottunarkerfinu Green Globe 21 þann 6. apríl síðastliðinn í Grindavík. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum stóð að fræðslu og undirbúningi í samstarfi við bæjarstjóra Grindavíkur, Ólaf Örn Ólafsson, og Saltfisksetur Íslands. Frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Fram fóru kynningarfundir annars vegar fyrir bæjarstjórn og hins vegar fyrir forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Grindavík. Miðstöðin fékk til liðs við sig til að annast kynningu á Green Globe, þau Guðrúnu Bergmann aðalverkefnastjóra Green Globe 21 á Snæfellsnesi, Stefán Gíslason framkvæmdastjóri UMÍS og verkefnastjóra Staðardagskrá 21 á Íslandi og Kjartan Bollason verkefnastjóra ferðamáladeildar Hólaskóla og jafnframt verkefnastjóri Green Globe á Íslandi. Leiddu þau gesti í allann sannleikann um verkefnið og þýðingu þess fyrir Grindavík af fenginni reynslu frá Snæfellsnesi.

Green Globe er með þekktustu umhverfismerkjum í heiminum í dag og stendur fyrir alþjóðleg samtök sem votta umhverfisstjórnun fyrirtækja og stofnana innan ferðaþjónustunnar. Verkefnið er styrkt af Starfsmenntaráði.

www.grindavik.is

Myndin talið frá vinstri: Ólafur bæjarstjóri, Stefán Gíslason, Guðrún Bergmann, Kjartan Bollason og Lilja Samúelsdóttir, verkefnastjóri  frá Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024