Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Graspro gerir samning við breska knattspyrnusambandið
Mánudagur 7. desember 2015 kl. 12:25

Graspro gerir samning við breska knattspyrnusambandið

-kerfið notað til að halda utan um viðhald á St. George Park

Nýsköpunarfyrirtækið Graspro sem sérhæfir sig í öllu því sem snýr að viðhaldi grasvalla hefur gert samning við enska knattspyrnusambandið um notkun á kerfi sem þeir hafa hannað en kerfið hefur notið stuðnings úr Vaxtarsamningi Suðurnesja og Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Kerfið heldur um allt viðhald grasvalla þar sem skráðar eru upplýsingar um veður, slátt, sáningu og vind svo eitthvað sé nefnt. Einar Friðrik Brynjarsson og tveir félagar hans hönnuðu kerfið en það hefur aðallega verið notað erlendis. Einar Friðrik sagði í viðtali við íþróttafréttir Stöðvar 2 í gær að fyrirtækið leggði áherslu á erlenda markaði enn sem komið er og þá sérstaklega Bretland þar sem kerfið hefur verið notað víða. Kerfið er þó aðgengilegt á íslensku líka.

Breska knattspyrnusambandið hyggst nota kerfið til reynslu á St. George´s Park en þar eru 10 grasvellir auk gervigrasvalla og verkefnið því stórt að sögn Einars Friðriks.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fleiri íþróttasambönd erlendis hafa sett sig í samband við Graspro m.a. frá Tékklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur kynnt hugbúnaðinn á sýningum erlendis og fengið fyrirspurnir víða að. „Kerfið er líka notað á stóran reiðvöll í Bretlandi en aðrir notendur eru tennisvellir, krikketvellir og áfram mætti telja en við leggjum samt aðaláherslu á fótboltavelli eins og er,“ segir Einar Friðrik.