Grasmaðkur í Reykjaneshöllinni
Slæmt tilfelli af grasmaðki hefur komið upp í Reykjaneshöllinni. Um er að ræða svokallaðan silkimaðk sem þegar hefur valdið miklu tjóni á grasinu í húsinu. Höllinni verður lokað í um tveggja mánaða tíma þar sem eitra þarf fyrir kvikindinu og skipta um gras.„Þetta er alvarlegt mál. Maðkurinn virðist hafa borist í grasið í vörugeymslu erlendis en þar varð maðksins fyrst vart og við fengum tilkynningu að utan um málið. Þá var farið að skoða grasið í Reykjaneshöllinni og það var iðandi af þessum kvikindum,“ sagði Guðmundur Sighvatsson, staðarhaldari í Reykjaneshöll.Grasmaðkurinn er mjög smár og nærist á silkiþráðum í grasinu.„Þetta er bagalegt, en sem betur fer er komin betri tíð svo við getum æft utan dyra fram á vor“, sagði Páll Guðlaugsson þjálfari Keflavíkur.