Grasfræ borin á Nikkelsvæðið
 Undanfarnar tvo daga hafa starfsmenn á vegum Reykjanesbæjar unnið að því að sá grasfræjum á  Nikkelsvæðið. Grasfræjum var stráð á það svæði þar sem einungis var mold en ástæðan fyrir landgræðslunni er að gera svæðið grænt og aðlaðandi. Í dag voru starfsmenn vinnuskólans svo látnir sá grasfræjum á þá staði sem vinnuvélar komust ekki að og þar með lauk fyrri hluta verkefnisins.Síðar verður svo stráð græðandi áburði á allt svæðið sem ætti að verða til þess að svæðið myndi með tímanum verða grænt og fagurt.
Undanfarnar tvo daga hafa starfsmenn á vegum Reykjanesbæjar unnið að því að sá grasfræjum á  Nikkelsvæðið. Grasfræjum var stráð á það svæði þar sem einungis var mold en ástæðan fyrir landgræðslunni er að gera svæðið grænt og aðlaðandi. Í dag voru starfsmenn vinnuskólans svo látnir sá grasfræjum á þá staði sem vinnuvélar komust ekki að og þar með lauk fyrri hluta verkefnisins.Síðar verður svo stráð græðandi áburði á allt svæðið sem ætti að verða til þess að svæðið myndi með tímanum verða grænt og fagurt.Reykjanesbær fékk talsverða aðstoð frá Landgræðslu Íslands í verkefninu en þeir veittu ráðgjöf og gáfu bænum upplýsingar hvaða efni væri best að nota í slíkri landgræðslu.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				