Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

GRAL og Grindavíkurbær gera samstarfssamning
Föstudagur 21. nóvember 2008 kl. 13:48

GRAL og Grindavíkurbær gera samstarfssamning



Í hádeginu í dag undirrituðu fulltrúar Grindavíkurbæjar og Grindvíska atvinnuleikhússins, GRAL samning vegna uppsetningu á leikverkinu 21. manns saknað eftir Guðmund Brynjólfsson, Berg Ingólfsson og Víði Guðmundsson. Verkið var frumsýnt um síðustu helgi og hlaut afar góðar viðtökur. 
Grindavíkurbær styrkir GRAL vegna leiksýningarinnar um 2.500.000 kr.  Á móti mun GRAL bjóða öllum börnum á unglingastigi grunnskólans frítt á sérstakar skólasýningar af 21 manns saknað, alls fjórar sýningar, og vera með tvær uppá komur á skemmtunum á vegum bæjarins á árinu 2009.
Þessi samningur er jafnframt viljayfirlýsing af hálfu Grindavíkurbæjar og GRAL um áframhaldandi samstarf til a.m.k. þriggja ára og skal samningur þar að lútandi liggja fyrir í ársbyrjun 2009.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg.