Grafa upp 1800 rúmmetra innan hafnar
Hafnarstjórn Grindavíkur ætlar að láta duga að hafa innsiglinguna til Grindavíkurhafnar 7 metra djúpa eins og hönnunardýpið í dag segir til um. Samkvæmt hönnunardýpi dýpkunarframkvæmdarinnar 2012 er gert ráð fyrir 7,5 metra dýpi. Dýpkun um 0,5 metra um fram það dýpi sem er fyrir í innsiglingarrennu kemur ekki að gagni, segir hafnarstjórnin.
Tillaga var því lögð fram á síðasta fundi hafnarstjórnar að dýpi innsiglingarrennu verði áfram 7 metrar. Í samráði við verktaka var því ákveðið að dýpka í 7 metra í stað 7,5 metra. Við það sparast um 1.800m3 sem verða grafnir upp innan hafnar í staðinn.