Grafa ók á fólksbíl
Harður árekstur varð á mótum Grænásvegar og Reykjanesbrautar í Reykjanesbæ um sex leytið í gærkvöld. Grafa sem ekið var eftir Reykjanesbraut hafnaði í hlið fólksbíls sem var að fara yfir gatnamótin og gekk skófla gröfunnar inn í hlið bílsins
Ökumaður fólksbifreiðarinnar hlaut áverka á hálsi og fæti og var fluttur á sjúkrahús.
Talsvert tjón varð á bifreiðinni sem var flutt af vettvangi með dráttarbíl.
VFmynd/pket - Frá vettvangi óhappsins.