Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 31. desember 2001 kl. 15:00

Grænt ljós á „bæjarbrennuna“

Fulltrúar Brunavarna Suðurnesja eru búnir að taka út brennustæði og brennu við Go-kart brautina í Innri Njarðvík, svokallaða bæjarbrennu. Hún hefur fengið grænt ljós og verður tendruð í kvöld kl. 20
Álfar og púkar verða fjölmennir við brennuna.Íbúar í Innri Njarðvík hafa sett upp brennu á sama stað og bæjarbrennan hefur verið undanfarin ár og áratugi. Að sögn Gísla Viðars Harðarsonar hjá Brunavörnum Suðurnesja er nú verið að taka út aðsæður við allar brennur í bæjarfélaginu.

Í kvöld kl. 20:30 verður kveikt í brennum ofan Bragavalla í Keflavík og einngi neðan við Heiðargil kl. 21:00. Þá hefur verið gefið leyfi fyrir brennu norðan göngustígs við Ramma í Innri Njarðvík.

Garðmenn kveikja í brennu vestan við Háteig kl. 20:30 og á sama tíma er kveikt í brennu við Réttarholt í Garði.

Vogamenn kveikja í brennu norðan við íþróttasvæðið kl. 20:30

Grindvíkingar hafa sína bæjarbrennu á nýjum stað á Bótinni og Sandgerðingar eru á hefðbundnum slóðum við íþróttasvæði bæjarins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024