Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Grænn blossi og eldur sem hrapaði hratt til jarðar - uppfært
Föstudagur 6. febrúar 2009 kl. 10:41

Grænn blossi og eldur sem hrapaði hratt til jarðar - uppfært



Fróðlegt væri að vita hvort lesendur vf.is hafi orðið varir við ljósagang á himni um kl. 21 í gærkvöld, fimmtudagskvöld. Borist hefur ábending um undarlegan ljósagang. Sjónarvottur sem staddur var í Reykjanesbæ lýsir því svo að það hafi verið grænn blossi og svo eins og eldur sem hrapaði hratt til jarðar. Sjónarvotturinn horfði á fyrirbærið frá Reykjaneshöllinni og sagði ljósið hafa farið niður sunnan við Þorbjörn við Grindavík. Tilfinningin hafi verið að eldhnötturinn hafi verið nokkuð stór og að þarna hafi loftsteinn verið að brenna upp.

Ef einhverjir hafa orðið vitni að þessu og geta staðfest frásögnina þá væri fróðlegt að fá lýsingar á því með tölvupósti á [email protected].

Uppfært:

Þegar eru farin að berast viðbrögð frá lesendum. Aðili sem var á Laufásvegi í Reykjavík sá einnig ljósaganginn. Varð ekki var við græna blossann en sá eldhnöttinn. Eldhnötturinn var stór og falleg sjón að sjá hann, segir sjónarvottur sem setti sig í samband við Víkurfréttir.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndin er samsett og tengist ekki fréttinni.