Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 10. apríl 2002 kl. 22:18

Grænlenskir um Keflavíkurflugvöll

Verið er að kanna þann möguleika að Keflavíkurflugvöllur geti þjónað Grænlendingum sem millilandaflugvöllur. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra greindi frá þessu á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag.Sturla sagði að í undirbúningi væri samningur milli Íslendinga og Grænlendinga um flugsamgöngur á milli landanna og að þessi möguleiki væri einn þeirra sem skoðaður yrði. Stefnt er að því að skrifa undir samning við Grænlendinga í vor eða sumar. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024